Hreinsimaskinn frá NIP+FAB er í algjöru uppáhaldi hjá mér!
NIP+FAB vörunar eru frá breska fyrirtækinu Rodial sem stofnað var af Mariu Hatzistefanis árið 1999, merkið NIP+FAB kom svo á markaðinn tveimur árum síðar.
Vörurnar eru allar náttúrulegar og án allra parabena svo þær henta öllum húðgerðum. Hreinsilínan er bæði vönduð og er á mjög góðu verði en vörurnar fást í ódýru snyrtivörudeildunum í Hagkaup og Lyfju til dæmis.
Ég nota hreinsimaskann Deep Cleansing fix frá NIP+FAB á hverjum degi, hann hreinsar farða mjög vel af húðinni en hann hefur einnig aðra kosti þessi flotti hreinsimaski.
Kostir Deep cleansing fix:
- Andlitshreinsir fyrir farða
- Rakamaski í 10 mínútur
- Kröftugur rakamaski yfir nótt
- Beint á bólur til að sefja þær og róa
Allt eftir því hvað húðina þína vantar hverju sinni.
Maskinn inniheldur sæta möndluolíu sem mýkir og nærir húðina og Tea Tree olíu sem er náttúruleg olía/sótthreinsir og virkar ótrúlega vel á bólur.
Vegna Tea tree olíunnar má einnig nota maskann beint á bólur til að sefa þær og róa.
Hvernig á að nota þennan flotta hreinsimaska?
- Til að hreinsa burt farða er best að setja kremið á þurra húð og dreifa því á húðina með hringlaga hreyfingum (gefur húðinni smá nudd í leiðinni) Hreinsa svo af húðinni með volgu vatni. Hægt er að nota bæði klút eða bómullarskífur.
- Sem rakamaska er best að setja maskann á hreina húð og skilja hann eftir á húðinni í 10 mínútur. Hreinsa hann svo af með volgu vatni. Smella á sig andlitsvatni til að loka húðinni aftur og að lokum gott andlitskrem. (dagkrem eða næturkrem).
- Til að fá sem mestan raka og silkimjúka húð er gott að setja maskann á hreina húðina rétt áður en þú ferð að sofa. Skilur kremið eftir á húðinni yfir nóttina og þværð húðina svo mjög vel daginn eftir þegar þú vaknar.
Deep Cleansing fix maskinn frá NIP+FABj er klárlega einn af mínum uppáhalds hreinsum í dag, það hversu vel hann vinnur á húðinni og skilur húðina eftir bæði hreina og silkimjúka er dásemd.
Maskinn gefur húðinni þann raka sem hún þarf á að halda yfir nóttina, þannig að þegar þú vaknar daginn eftir líður þér eins og þú hafir legið í Spa meðferð á meðan þú svafst. Algjört æði!
Húðlínan NIP+FAB hefur algjörlega slegið í gegn erlendis og er notað af helstu stjörnum Hollywood um þessar mundir, til dæmis af leikkonunum Kristen Stewart, Kelly Brook, Charlize Theron og fleirum.
Mæli með þessari dásemdar vöru, hún virkar mjög vel, þægileg, góður ilmur (piparmintu), þykkt og drjúgt krem svo maskinn endist og endist.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.