Ég verð að segja að Lancome eru mínar uppáhalds snyrtivörur! Ég fór yfir snyrtivörurnar mínar um daginn og flestar voru Lancome vörur. Lancome farði, púður, augnskuggapalletta, maskari og eye liner.
Það segir frekar margt, því ég hef prufað nánast hvaða snyrtivörur sem er og elska að prófa það nýjasta sem kemur á markaðinn.
Þess vegna var ég mjög spennt þegar Lancome kynnti nýja farðann sem inniheldur einnig felara, sem sagt tvær vörur í einni. Felari til að skella yfir misfellur í húðinni eins og rauða bletti, bauga og annað sem við viljum fela. Og svo frábæran farða til að setja yfir felarann.
Að hafa vörurnar saman sem eina gerir lífið einfaldlega einfaldara. Nú þarf ekki að leita að hinum fullkomna felara og hinum fullkomna farða, nú kemur þetta í einni og sömu vörunni…sem sagt algjör snilld!
Ég er búin að nota TEINT VISIONNAIRE núna í nokkrar vikur og verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Farðinn er léttur, hylur mjög vel og gefur jafna áferð. Einstaklega góður bæði fyrir þær sem hafa þurra húð og þær sem hafa glansandi húð en formúlan vinnur algjörlega með húðáferðinni þinni. Svo ég tali nú ekki um sólarvörninni, en farðinn inniheldur 20 spf vörn.
Venjulega nota ég ekki mikið púður þó aðeins í kringum augnsvæðið því ég á það til að glansa þar þegar líður á daginn og það var eins með farðann frá Lancome, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af honum. Hann helst vel á allan daginn, jafn og flottur. Felarinn og farðinn vinna vel saman svo útkoman er silkimjúk og eðlileg. Algjör snilld!
Nú þegar ég hef notað minn farða í um þrjár vikur sést nánast ekkert á notkuninni á flöskunni svo ég hugsa að hann endist í nokkra mánuði. Það er algjör gæðastimpill að mínu mati.
Frábær og góður farði sem fer vel með húðina þína ásamt því að leyfa þér að líta eins vel út og mögulegt er.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.