Sem pjattrófa hef ég prófað ótal mörg krem í gegnum tíðina og líkað þau misvel. Eitt sem ég hef komist að er að krem með mjög öfluga virkni eru t.d. ekki að gera húð minni gott.
Hún ræður nefninlega ekki við mjög sterk og virk innihaldsefni. Ég fæ útbrot og þetta fer allt í rugl enda húðin fíngerð.
Síðustu mánuði hef ég þó verið að nota kremlínu sem er ætluð mínum aldri, eða 35 ára og eldri. Þetta er lína frá einum af mínum eftirlætis snyrtivöruframleiðendum YSL.
Hún inniheldur meðal annars serum, dag og næturkrem, augnkrem og augnserum og heitir því fallega nafni; Forever Youth Liberator. Mjög franskt og frískandi.
Krem þessi eru sannkallaður eðal varningur að mínu mati því þrátt fyrir öfluga virkni þeirra fann ég ekkert fyrir þessum fyrrnefndu útbrotum. Serumið inniheldur virka innihaldsefnið Glycanactif og frá fyrstu notkun fær húðin meiri ljóma og verður jafnari og eftir bara nokkra daga sést munur á henni. Verður þéttari og bara yfir höfuð fallegri.
Ef bæði dag og næturkrem í sömu línu er notað nokkuð reglulega með gerast svo óskaplega góðir hlutir fyrir útlitið. Að minnsta kosti mitt.
Nýtt augnserum
Nýlega prófaði ég svo augnserum en það er aðallega hugsað á línur sem myndast við enda ytri augnkróka, línur undir augum og línur á milli augnabrúna. Auk þess sem það vinnur á þrota og dökkum baugum. Það er notað bæði kvölds og morgna og ekki tekur langan tíma fyrir áhrif þess að koma í ljós.
Ég nota dagkremið og augnserumið í línunni mjög samviskusamlega en serum og næturkrem svona af og til, eða þegar mér finnst húðin þurfa svolítið extra búst.
Ég get hiklaust sagt að þessi krem séu með því besta sem ég hef prófað í kremabransanum síðustu mánuðina og algjörlega á topp 10 listanum hjá mér á þessu ári yfir bestu snyrtivörurnar.
Ef þú ert með fíngerða, nokkuð hrukkulausa húð sem bregst illa við mjög mikilli virkni en þarf samt alveg á ljóma og góðum raka að halda þá mæli ég með að þú gerir vel við þig og prófir þessi krem.
Meira um snyrtivörur frá YSL má svo lesa hér á Facebook síðunni þeirra.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.