Það eru heldur betur fallegar tískusýningarnar sem hafa farið fram í París síðastliðnu daga. Þar sýna helstu tískuhús og hönnuðir heims Couture línur sínar sem eru oftar en ekki íburðarmeiri en aðrar línur ársins.
Það er ekki bara fatnaðurinn sem fyrirsæturnar klæðast sem þarf að huga að áður en gengið er á svið því heildarútlitið skiptir sköpum. Þá er förðunin fyrst í flokki.
Á sýningu Chanel var förðunin í takt við flíkurnar – látlaus, klassísk en þó þannig að maður tók eftir. Förum yfir það hvernig förðurnarfræðingarnir náðu þessu lúkki fyrirsætanna…
Neglur
Allar fyrirsætur voru lakkaðar með sama litnum frá Chanel úr Le Vernis línunni. Atmosphére heitir liturinn og er númer 629.
Andlit
Farði: Perfection Lumiére Velvet. Þessi farði hefur fengið góða dóma og fæst í helstu snyrtivöruverslunum landsins.
Púðurfarði: Les Beiges, Healhy Glow Sheer Powder.
Laust púður: Poudre Universelle Libre. Létt púður til að fullkomna grunnförðunina. Sett er yfir til að fá matta og fallega lokaáferð á húðina.
Hyljari: Correctueur Perfection
Highlighter: Éclat Lumiére
Kinnar
Kinnalitur: Joues Contraste. Þessi tiltekni litur heitir Caresse, nr 180.
Augu
Ljós augnskuggi: Ombre Essentielle. Liturinn Sensation, nr 102
Grár augnsuggi: Ombre Essentielle. Liturinn Ebony, nr 47
Eye-liner: Svartur, fljótandi eye-liner
Maskari: Le Volume de Chanel. Svartur, nr 10. Ég ætla sérstaklega að mæla með maskara frá Chanel. Þeir allra bestu að mínu mati!
Hvítur augnskuggi: Illusion D’ombre. Liturinn Fantasme, nr. 81
Gull augnskuggi: Illusion D’ombre. Liturinn Vision, nr. 89
Augnbrúnablýantur: Crayon Sourcils. Þessi brúni litur er nr. 30 en kemur einnig þremur öðrum litum.
Augnhárabrettari: Recourbe Cils de Chanel
Varalitur: Nude litur sem ber heitið Volage, númer 227 í Rouge Allure línu Chanel.
Flestar vörurnar eru vænanlegar í komandi snyritvörulínum Chanel þó nú þegar séu þær klassísku eins og farðinn, púðrið, maskarinn o.fl. til í verslunum.
Sjáðu fleiri myndir af fyrirsætum baksviðs hér…
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com