Með hækkandi sól gerist það ósjálfrátt að hugurinn byrjar líta inn í vorið og það léttir yfir öllu, fljótlega tekur við ný árstíð sem kallar á nýja strauma í förðun, hári og klæðnaði.
Þó svo að vorið mæti heldur seint til okkar íslendingana er samt sem áður gaman að undirbúa sig fyrir nýja árstíð og nýja tíma. Ef litið er yfir helstu strauma í förðun sem fylgja vorinu 2015 má sjá skemmtilega strauma líta dagsins ljós. Mig langar til þess að fara yfir með ykkur áherslunar sem verða í förðuninni fyrir vorið og sumarið árið 2015, ég pikkaði út nokkur atriði sem mér fannst áhugaverð og spennandi
Augun
Áherslan verður á augunum í sumar og það sem verður helst áberandi er:
Hálfur eyeliner undir og yfir, eyeliner í lit og kisu eyeliner
Náttúruleg vel uppábrett augnhár
Smoky í milli brúnum litum
“Sixties” augu (pastel litir, áberandi augnhár, áhersla á augnhárin)
Fjólublár augnskuggi með litlum sem engum maskara
Varir
Þegar kemur að vörunum má helst nefna:
Rauðar varir í ýmis konar tónum
Rauðar og plómulitaðar “óreglulegar varir” (fingur notaðir til að bera lit á varirnar)
Varir í náttúrulegum litum, litir sem passa þínum náttúrulega lit (mótaðar með blýanti)
Andlit
Áhersla verður lögð á:
Mjög náttúrulegra húð og “hreint andlit”
Ljósbleika kinnaliti
Villtar augabrúnir
Sólarpúður og skyggingar
Vorið býður svo sannarlega upp á fjölbreytta og skemmtilega förðunarstrauma. Það er alltaf jafn gaman að skoða nýja og ferska strauma og prófa sig áfram eftir því hvað hentar manni. Ég hef rosalega gaman að tískustraumum hvort sem það er í förðun, hári eða klæðnaði, en ég hef það samt sem áður alltaf að markmiði að verða ekki að þræl tískunnar, heldur frekar aðlaga hana að mínum stíl.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com