SNYRTIVÖRUR: Forðaðu höndunum frá þurrki og óþægindum

SNYRTIVÖRUR: Forðaðu höndunum frá þurrki og óþægindum

alessandro hand spaVörurnar frá Alessandro eru sérstaklega hannaðar fyrir hendur, yngra útlit, mýkri áferð og til að veita okkur sérstakan unað við að dekra við hendurnar heima fyrir.

Þar sem ég hef ekki hugsað nógu vel um hendurnar mínar hafa þær þornað mikið og verið ljótar í kringum naglasvæðið. Húðin mjög viðkvæm og hún hefur auðveldlega sprungið útaf þurrki.

Svo gerðust undur og stórmerki. Ég fór að nota handaáburð frá Alessandro (Nice day) á hverjum degi með miklum og áberandi mun frá degi til dags en til að fá enn meira “boost” ákvað ég að prufa líka að nota Micro Peel frá Alessandro.

alessandro micro peel

Micro Peel er djúphreinsandi kornaáburður fyrir hendur, ríkur af vítamínum og próteinum sem gerir húðina silkimjúka á örfáum mínútum.

Aðferðin er einföld en til að fá sem mest út úr gelinu er því nuddað í lófann og á yfirborð handar í um það bil mínútu og svo skolað af. Hendurnar verða auðvitað alveg skínandi hreinar, ásamt því að verða silkimjúkar og maður finnur næringuna næra bæði lófa, fingur og handarbak á augabragði.

Að sjálfsögðu er ekki verra að eiga handaáburðinn til að setja á sig á eftir en þá ertu komin með fullkomið spa fyrir hendurnar heim í stofu.

Fyrst notarðu Micro Peel til að hreinsa hendurnar vel, taka dauðar húðfrumur og endurvekja húðina, svo notarðu handáburðinn Nice Day til að mýkja enn frekar. Útkoman er frábær en hendurnar mínar hafa sjaldan ef ekki aldrei verið jafn silkimjúkar og fínar eins og eftir að ég byrjaði að nota þessar frábæru vörur frá Alessandro.

Mæli sérstaklega með þessum kremum núna í vetur á meðan kalt er úti og hendurnar oft á tíðum óvarnar fyrir veðri og vindum.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest