Flora by Gucci sló rækilega í gegn þegar það kom á markaðinn fyrir um þremur árum. Nú hefur Frida Giannini, hönnunarstjóri hjá Gucci, sett á markað þrjá dásamlega sumarilmi undir merki Floru og kallar þá Garden Collection.
Fimm undirstöðuilmir lyktanna eru, Mandarína, Túberós, Gardenía, Magnólía og fjóla.
Ilmvatnið sem ég fékk að prófa úr þessari línu heitir Gracious Tuberose og má lýsa lyktinni sem blómvendi- margar rósir saman í einum vendi en samt sem áður getur þú fundið lyktina af hverri og einni út af fyrir sig. Svo kemur Mandarínan alveg óvænt inn í skilningarvitin og lyftir ilminum upp á annað stig.
Flaskan er afar falleg og hef ég hana þar sem hún sést vegna fallegrar hönnunar.
Ilmurinn er ekki of þungur heldur afar frísklegur og sparilegur, léttur blómailmur með smá sítrusblæ frá Mandarínunni.
Algjörlega yndisleg sumarlína frá einu flottasta tískuhúsi heims.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig