Ilmurinn Fleurs De Cherisier frá L’Occitane er Suður-franskt vor í glasi. Ilmurinn inniheldur blóm af kirsuberjatrjám en lyktin af blómunum er mikill vorboði í Suður-Frakklandi.
Ilmurinn opnast með límónu, blackcurrant og vatnsmelónu. Hjartað í ilminum er kirsuberjablóm og kirsuber. Grunnurinn er viður og musk.
Mjög fallegur ilmur sem lætur manni líða vel og frískar upp á vitin. Kvenlegur, ljúfur, sætur og ferskur. Það ríkir ákveðin ró og þokki yfir honum, einn af þessum sem maður vill endalaust vera að spreyja á sig.
Líkamskremið sem fylgir ilminum er mjög gott.
Það er held ég fátt betra en að bera á sig gott líkamskrem eftir sturtu, allavegana sleppi ég því aldrei. Fleur’s De Cherisier líkamskremið er létt og smígur strax inn í húðina.
Gefur góðan raka sem endist allan daginn. Til þess að toppa dekrið fæst einnig handáburður með sömu lykt.
Ég set alltaf handáburð á mig áður en ég fer að sofa, þess vegna vil ég að hann lykti vel. Formúlan er létt, gengur hratt inn í húðina og veitir góðan raka. Ég vakna alltaf með silkimjúkar hendur á morgnanna.
L’Occitane vörurnar eru frægar fyrir lúxus og gæði. Vörurnar eru búnar til úr plöntum og ilmkjarnaolíum sem finnast í Provence héraðinu í Suður-Frakklandi. L’Occitane húð- og líkamsvörurnar innihalda einnig náttúruleg efni svo sem hunang, shea smjör og lavender.
Fullkomlega blandaðar vörur sem skila glæsileika og ljúfri stemmingu miðjarðarhafsins til þeirra sem nota vörurnar. Þvílíkt dekur sem vörurnar frá L’Occitane eru!
Linda fæddist þann 23. október árið 1988. Í dag er hún mamma í sambúð og með geysilegan áhuga á innanhúshönnun en áhuginn vaknaði þegar hún keypti fokhelt hús árið 2013. Verandi lífefnafræðingur hefur Linda líka mikinn áhuga á snyrtivörum og virkni þeirra. Linda er líka mikill bakari en hún bakar til að fá útrás fyrir sköpunargleðina og nýtur þess að taka fallegar myndir af afrakstrinum. Allar myndir í matarbloggfærslum eru því teknar af Lindu sjálfri og þú getur lesið meira af efni frá henni bæði hér undir notendanafninu og á mondlur.com