Vorið 2011 hverfur Lancôme aftur til glitrandi anda áttunda áratugarins meðan innblásturinn er fenginn frá krafti blóma, hippum og Woodstock. Aaron De Mey, sá sem hannar förðunarlínuna, gengur skrefinu lengra og hannar frískandi kokteil af tindrandi litum með fyrstu ECO-DISCO förðunarlínunni.
Já, ECO-DISCO, einskonar diskó-hippalína.
Þetta er fyrsta umhverfisvæna förðunarlínan frá Lancome með samsetningu af náttúrulegum innihaldsefnum, fallegum áferðum og spennandi litum og við ætlum að birta umfjallanir um vörurnar hér á næstu dögum og vikum:
Í línunni ber helst að nefna…
- Gloss, varaliti og naglalökk: French Touch varaliti, Color Fever glossin og tvo fallega liti í naglalökkum; Pure Lavander og Disco Silver Top Coat.
- Augnskugga pallettur í tveimur litum; Cool Lavander og Warm Lavander.
- Ombré Magnétique augnskuggar; Disco Gold, Disco Silver og Ultra Lavander.
- Fjólublár augnblýantur og Hypnose Drama maskari sem er fallega dökk fjólublár og gefur ferskan og sumarlegan blæ.
- La Rose Butterflies Forever kinnaliturinn sem er mjög 80’s og…
- La Base Dewy Glow fegrunarvatnið.
Hér er myndband þar sem hinn geðþekki Aaron farðar módel með augskuggakvartett úr línunni og útkoman er dama sem mun slá af sér fjólubláu ljósi við barinn… Algjört Diskó!
…og hér eru myndir af línunni:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.