Haustlúkkið frá YSL kom á markað fyrir skemmstu en þar er að finna allskonar dásamlegar gersemar. Meðal annars varalit og varablýant sem eru dökkfjólubláir, dásamleg lökk og nýjan maskara.
Pakkningarnar eru að sjálfsögðu gullfallegar-bókstaflega! Varaliturinn er gylltur að utan og einnig kinnalitapallettan.
Ég hef lengi verið að leita mér að dökkfjólubláum varalit sem ég fíla og nú er hann fundinn, varaliturinn heitir Prune Avenue og er númer 52 varablýanturinn sem kemur með honum heitir Sepia og er númer 21.
Varaliturinn er rakagefandi og helst einstaklega vel á. Mér finnst persónulega mjög gott að nota varablýantinn bæði til að móta varalínuna og bera hann svo sem undirlag undir varalitinn því þannig finnst mér varaliturinn haldast betur á vörunum.
Kinnaliturinn minn nýi er fjólufölbleikur með smá glans, heitir Pepper Rose og er númer 10. Burstinn sem fylgir með pallettunni er mjög góður og hægt er að nota hann til þess að bera á kinnarnar og kinnbein.
Haust og vetrarlína YSL er einstaklega falleg að mínu mati, litirnir eru flottir og seiðandi og í takt við það sem koma skal í tískunni í vetur.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig