Lancôme Hypnôse Doll Eyes maskarinn sló rækilega í gegn þegar hann kom fyrst út og ég skrifaði um hann HÉRNA eftir að ég prófaði hann fyrst.
Fyrir skemmstu komu nýjar útgáfur af honum á markað; vatnsheldur, extra-svartur og fjólublár!
Ég var svo heppin að eignast fjólubláan (Violet Envoûtant). Maskara-formúlan er sú sama og í upprunalega maskaranum, eina sem er öðruvísi er liturinn. Þessi fjólubláai litur er ekki æpandi skær heldur frekar dökkur og hefur smá ‘metallic’ áferð. Ég held að þessi litur henti flestum en hann fer einstaklega vel við blá augu.
Svo er það nýji fjólublái (Violet Vibrant) eyelinerinn frá Lancôme sem toppar algjörlega þetta fjólubláa lúkk.
Þetta er einmitt líka glæný útgáfa af blauta Artliner auglínupennanum frá Lancôme, en nú er hann kominn í litríkan búning.
Það er óhætt að segja að þessi fjólublái litur sé skær og áberandi en hann glansar mjög fallega þegar hann er kominn á augnlokið. Þessi eyeliner kom líka í bláu og grænu!
Þetta finnst mér ótrúlega skemmtileg leið til að poppa upp förðunina!
Mæli með þessari tvennu ef þig langar að breyta aðeins til frá svarta litnum.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.