Ég er búin að vera alveg Smashbox óð uppá síðkastið, alltaf gaman að uppgvöta nýtt merki sem maður virkilega fílar.
Ég fékk mér nýlega gel eyeliner frá þeim sem er alveg æðislegur!
Það er smá kúnst að læra að nota gel eyeliner en æfingin skapar meistarann og ég er orðin nokkuð góð í því.
Eyelinerinn er dökkfjólublár og heitir því skemmtilega nafni DEEP PURPLE. Hann er ekki áberandi fjólublár en gefur manni “edgy” lúkk. Ég er með skærgræn augu og hann er alveg sérstaklega fallegur með þeim augnlit.
Best er að nota mjög mjóan bursta til að gera línuna sem flottasta. Hægt er að kaupa spes bursta gerða fyrir gel eyeliner. Gelið er mjúkt og mjög meðfærilegt.
Eyelinerinn er vatnsheldur og long-wearing. Ég hef aldrei átt eyeliner sem helst jafn vel á og þessi! Og hann helst alveg heill á, dofnar ekki neitt og þessvegna tilvalinn á djammið!
Gelið kemur í sex mismunandi litum. Mig langar rosalega að prófa bláan næst!
Ein af mínum uppáhalds snyrtivörum þessa stundina og ég mæli algjörlega með þessari snilld!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.