L´occitane húðvörurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér – ilmirnir frá þeim eru alltaf ferskir og húðkremin þeirra eru unaðsleg að mínu mati.
Nú er komin út ný ilmvatnslína frá þeim sem er aðeins til í takmörkuðu upplagi- svokallað Limited edition. Línan inniheldur Kirsuberjailm en hönnuðir L’Occitane fengu andagift frá fjallasvæðum Luberon. Þar eru kirsuberjatrén farin að blómstra, hvít blóm þekja trén og fallegur ilmur berst með vindinum.
L’Occitane hefur fangað þennan ilm sem er ilmurinn ferskur og alls ekki of yfirþyrmandi. Ég fékk að prufa húðkremið frá þeim en það heitir Velvet Moisturizing Cream og kemur í 250 ml túbu. Kremið er flauelsmjúkt, smýgur vel inn í húðina, gefur húðinni góða lykt og endist vel út daginn, ég er með mjög þurra húð og þetta krem virkar vel á húðina mína.
Ilmvatnið úr línunni er guðdómlegt og það kemur í fallegri 50 ml flösku!!
Ilmvatnið heitir Spring Cherry Eu de Toilette og höfuðtónar ilmvatnsins eru Mandarínur og Sólber, Kirsuberjablómin blandast síðan við þá tóna sem og Magnólíu og Fresíu, grunntónar ilmsins eru síðan viður með moskus grunntónum og það er einnig vottur af ilmi sverðliljunnar.
Þessi blanda kemur mjög vel út að mínu mati. Ég hef notað ilminn núna daglega í nokkurn tíma og mér finnst hann alltaf jafn góður, frískur og líflegur. Hann endist vel út daginn og er alls ekki yfirþyrmandi.
Falleg og flott lína sem ég mæli hiklaust með. L’Occitane á íslandi er með síðu á Facebook, smelltu hér til að skoða síðuna þeirra og smelltu á LIKE í leiðinni.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig