Ég er að prófa nýtt ilmvatn frá L’Occitane Eau Universelle sem er fersk blanda af sólríkum sítrusávöxtum sem og Miðjarðarhafs bergamot og greipaldin ilmkjarnaolíum.
Þessi ilmur höfðar til kvenna jafnt sem karla, er skemmtilega sítrus ferskur en samt með þyngri undirtónum og um leið mjög kynjahlutlaus. Mér dettur helst í hug að lýsa þessu sem fullorðinslegum sítrusilm mjög hentugt fyrir haustið. Nú get ég framlengt sumrinu með þessum ferska dásamlega ilm.
Ég ákvað að skella smá Eau Universelle undir hnésbæturnar og taka síðan smá æfingu. Ég set oft ilm þar vegna þess að það er púls-svæði. Það er virkilega hressandi þegar þreytan segir til sín og erfitt er að halda áfram. Þá er gott að finna örlítinn sítruskeim til að halda mér gangandi.
Þá er gaman að geta þess að L’Occitane en Provence er um þessar mundir að kynna þrjá nýja ferska ilmi fyrir haustið í línu sem er kölluð Eau de Provence.
Ég mæli með því að fólk kíki á þessa línu því hún er mjög góð og virkar bæði á þig, manninn þinn og heimili þitt.
Katla lærði tísku og ljósmyndaförðun hjá Línu Rut haustið 1994. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist förðun, húð, tísku,útliti og hönnun. Katla hefur einnig sótt ljósmyndanámskeið, lært fatahönnun og saum og lokið einkaþjálfaranámi.
.