Guerlain hefur sent frá sér augnskuggapallettu í takmörkuðu upplagi fyrir vorið en það er algjört möst að eiga augnskugga í pastellitum og rómantískum tónum um þessar mundir!
Guerlain Boulevard du Montparnasse Eyeshadow Palette kemur í silfurlitaðri gullfallegri öskju með mynstri. Öskju sem ótrúlega skvísulegt er að hafa í snyrtibuddunni. Henni fylgir lítill bursti sem hentar ágætlega en það er samt betra að vera með förðunarbursta í fullri stærð þegar maður ætlar að eiga við skyggingar. Á hliðinni á öskjunni opnast lítill spegill út sem gerir verkið við að setja augnskuggann á sig mun auðveldara.
Í pallettunni eru 6 litir í pasteltónum:
Bleikum og fjólubláum en misdökkum. Þeir bera nöfnin soft pink, tea rose, pearl mauve, softviolet, luminous pink og intense plum. Litirnir koma í góðri stærð svo að endingin er góð. Þeir haldast vel á og hægt er að leika sér helling með þá og nota einn eða tvo í einu ef maður er í skapi til þess.
Ég mæli með góðum augnskuggagrunni með þessum skuggum til þess að litirnir komi betur í gegn, ef augnskuggagrunnur er ekki til staðar er hægt að setja örlítinn hyljara á augnlokin áður en augnskuggarnir eru settir á.
Mæli hiklaust með þessari vöru, hún skilar sínu og svo má nú ekki gleyma hvað Guerlain er mikið lúxusmerki þannig að maður fær gæði fyrir það sem er keypt.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com