Franska fjölskyldufyrirtækið L’Occitane gefur alltaf út nokkrar gjafaöskjur fyrir jólin en ég læt mig dreyma um Cherry Blossom pakkninguna.
Jólakassarnir þeirra eru ótrúlega girnilegir.
Cherry Blossom kemur í afar fallegu bleiku boxi og inniheldur sápustykki, handáburð, fljótandi sturtusápu og glitrandi body lotion – sem er með ferskri og yndislegri kirsuberjalykt.
Kirsuberjalyktin er allsráðandi eins og nafnið gefur til kynna og fyrir þær sem hafa prufað L’Occitane vörurnar áður þá vita þær að þessi franska dýrð svíkur engan. Handáburðurinn er mitt uppáhald því hann gefur góðan raka ásamt því að hendurnar ilma dásamlega.
Við höfum oft áður skrifað um L’Occitane en þetta eru náttúrulegar vörur sem koma úr Provence héraði Frakklands og fást í sérverslun í Kringlunni en L’Occitane búðir er að finna í helstu borgum Evrópu. Ótrúlega fallegar og vandaðar vörur.
Það er líka gaman að fá svona í jólagjöf (eða gefa) af því oft eru þetta hlutir sem maður hefur sig ekki í að kaupa handa sjálfum sér en þykir svo vænt um að fá. Fullkomið líka fyrir konur, mömmur, ömmur, frænkur og aðrar konur sem þér þykir vænt um.
Svo gaman að fá gjöf sem er BARA handa þér sjálfri og gerir þig og lífið svolítið sætara og meira vellyktandi.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig