Aðdáendur Estée Lauder geta nú glaðst yfir því að nú er komið nýtt ilmvatn á markaðinn frá þeim!
Ilmvatnið heitir Modern Muse og er það nýjasta frá Estée Lauder frá því að þau komu með Beyond Paradise ilminn árið 2003. Nýi ilmurinn ber það með sér að vera fágaður, yfirvegaður og þokkafullur enda hannaður fyrir sjálfstæðu og öruggu konuna sem er örugg með sig og sinn stíl.
Ilmvatnssérfræðingurinn Harry Fremont var fenginn til að hanna ilminn en hann er einn helsti ilmvatns hönnuður heims. Hann vildi ná fram blöndu af Jasmine og viðarblöndu til að sameina kvenleika og styrk. Svo það er ein helsta uppistaða ilmsins en auk jasmine og viðar er blanda af mandarín, lilju, hunangi, vanillu og soft musk. Tekst honum einstaklega vel til því ilmurinn er algjör unun. Mjög fágaður og flottur ilmur.
Módelið Arizona Muse er andlit auglýsingarherferðarinnar enda passar vel þar sem hún ber nú sama nafn og ilmurinn, en það var nú ekki þess vegna sem hún var þó valin. Ilmurinn fæst í þremur stærðum, 30ml, 50ml og 100ml og fæst einungis sem parfum þar sem hann er hannaður sem lúxus ilmur.
Mæli með Modern Muse fyrir konur sem vilja ákveðinn, kryddaðan en samt fágaðan ilm, hreinn lúxus í flösku!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.