Smashbox er eitt besta snyrtivöru fyrirtæki í heiminum í dag – photofinish primerinn þeirra er t.d ein sú allra besta snyrtivara sem ég hef fjárfest í.
Ég nota blautan eyeliner dagsdaglega og hef prófað hinar ýmsu tegundir. Þessi er algjörlega í toppsæti hjá mér.
Það er mjög auðvelt að nota pennann, hann er ekki of blautur og klessist því ekki neitt og þornar á svipstundu! Eyelinerinn helst á nánast allan daginn og smitar ekkert frá sér.
Eyeliner er algjört möst í snyrtibudduna hjá öllum konum, enda er hann það allra heitasta um þessar mundir.
HÉR má sjá færslu eftir Rannveigu pjattrófu þar sem hún sýnir okkur 9 leiðir til að nota eyeliner.
Ef þú ert nýlega byrjuð að nota blautan eyeliner mæli ég sterklega með þessum frá SMASHBOX þar sem hann er mjög meðfærilegur og auðvelt að prófa sig áfram með honum. Hann kemur bæði í svörtu og brúnu.
Þess má geta að Smashbox er “cruelty free” (s.s engar prófanir gerðar á dýrum) fyrirtæki sem er mikill plús!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.