Ég prófaði Even Better farðan frá Clinique um daginn og get ekki annað en gefið honum mjög góða einkun.
Þetta er fljótandi farði sem hylur einstaklega vel og er mjög auðvelt að vinna með. Áferðin er mjög náttúruleg og hann fellur vel saman við húðlitinn.
Umbúðirnar eru ótrúlega praktískar, léttar og þægilegar og lögunin þannig að það fer mjög lítið fyrir þessu í snyrtibuddunni.
Farðinn fær 3.7 á Makeupalley en rúm 60 prósent lesenda þar segjast myndu kaupa vöruna aftur. Nokkrir lesendur kvarta reyndar yfir er að úrvalið af litum sé ekki nægilegt en það hljóta líka að vera meðmæli í sjálfu sér?
Í raun finnst mér þessi farði sérlega góður þar sem hann þekur rosalega vel en er samt svo náttúrulegur. Hann gefur mátulegt ‘glow’ og dreifist vel svo þú þarft ekki mikið í einu. Sjálf nota ég fingurna en það er líka gott að nota bursta.
Farðinn inniheldur sólarvörn 15 sem þýðir að þú getur notað hann með góðri samvisku í sumar.
Mæli með þessum fyrir þær sem kjósa nátturúlegt útlit en vilja samt hafa jafna og fallega áferð á húðinni.
Hér er svo flott kennslumyndband frá Clinique sem sýnir hvernig best er að vinna með farðann. Athugaðu að þú verður líka að eiga góðan hyljara. Meira um það síðar…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=7rXMxpkGuss[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.