Ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með farða frá Clinique enda er fyrirtækið sterkast í því að búa til farða (þ.e. púður og meik) sem jafnar út lit húðarinnar og sléttir yfirborð hennar.
Even Better Compact Makeup er nýr farði frá Clinique
- Þetta er léttur kremfarði,
- inniheldur sólarvörn SPF 15,
- kemur í fallegu box með góðum ílöngum spegli,
- þekur vel og…
- jafnar út húðlitinn.
Einkunnir
Á mælikvarðanum 1 til 5 fékk farðinn 3.5 hjá Macy’s, 3.3 hjá Sephora, 3.4 hjá Clinique (US) og 4.4 hjá Clinique (UK).
„Love this new product – light but effective coverage, easy to apply. Looks natural on skin as not too heavy. Love the packaging too!“ -Nick
„Good coverage, hides imperfecttions but still looks natural, still there at the end of a working day.“ -Alice
Sjálf get ég alveg mælt með þessum farða og langar að taka fram að ég er einstaklega ánægð með hversu auðvelt og fljótlegt það er að dreifa honum.

Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.