Ég er algjör varasalvafíkill en einhvernvegin hef ég aldrei fundið varasalva sem ég er algjörlega sátt við á allann hátt, þangað til ég fann EOS-varasalvann.
Varasalvinn er nær algjörlega lífrænn (95%) og algjörlega náttúrulegur. Hann er án glútens, parabena, petrolatum og phthalate og í honum er shea-olía, jojoba-olía og E-vítamín. Varasalvinn sjálfur er alltaf algjörlega glær en mismunandi bragð og lykt er af hverjum varasalva. Umbúðirnar eru svo alveg einstaklega skemmtilegar og gera þessu æðislegu varasalva bara enn betri!
Fræga fólkið er svo auðvitað líka alveg rosalega hrifið af EOS-varasalvanum eins og sjá má í þessu myndasafni:
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.