Enn ein snilldin frá Elizabeth Arden, Peel and Reveal maskinn sem endurnærir húð þína og tekur af þér nokkur ár.
Maskinn er þægilegur í notkun, en lítill gúmmispaði fylgir með svo auðvelt er að bera maskann á sig. Maskinn er svo látinn liggja á húðinni í 20-25 mínútur.
Þegar maskinn er þornaður og hefur unnið sitt kraftaverk á húðinni er hann tosaður af! Já, ég sagði tosaður af (frábær tilfinning og miklu minna vesen en með hina venjulegu maska sem þarf að þrífa af með blautum klút).
Peel & Reveal frá Elizabeth Arden er sérstaklega hannaður til að endurnæra húðina, slípa hana, mýkja og móta yfirborð hennar. Maskinn er meðal annars ríkur af Aloa vera plöntunni sem er mjög græðandi og hjálpar til við að minnka fínu línurnar í andlitinu, sem og auðvitað mýkja húðina, næra og byggja upp.
Húð okkar þarf raka og teygjanleika til að viðhalda frískleika sínum og svo hún endi ekki krumpuð, hrukkótt og þurr er svo nauðsynlegt er að nota maska og góð krem til að viðhalda henni sem allra best og vera þannig unglegar sem lengst.
Gott er að nota þennan maska 1-2 sinnum í viku til að ná hámarks virkni. Maskinn hentar öllum húðtegundum þó hann sé sérstaklega ætlaður þeim sem nota olíufríar vörur.
Frábær og góður maski sem fullkomnar hina góðu dekurstund sem við allar ættum að leyfa okkur að minnsta kosti einu sinni í viku. Húðin ljómar, hrukkur minnka, yfirborð húðarinnar mýkist og þér líður eins og nýrri konu eftir eitt svona dekur.
Mæli með þessum stelpur! Gjörsamlega elska hann!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.