Eight Hour Cream eða Átta klukkustunda kremið frá Elizabeth Arden er orðið hálfgerð stjarna í ‘bjútí’ heiminum. Kremið hefur unnið til margra verðlauna og fær endalaust góða dóma á netinu…
Og nú fyrir jólin kom skemmtilegur gjafapakki frá Elizabeth Arden sem inniheldur 50ml túpu af þessu flotta kremi og tvo varasalva. Hin fullkomna jólagjöf fyrir konuna sem á allt, hver notar ekki gott krem og varasalva?
Það er kannski ekki skrítið að Eight hour kremið hafi náð svona miklum vinsældum þar sem það er fjölnota og alveg einstaklega gott! Á fallega gjafakassanum sem kremið og varasalvarnir koma í má sjá nokkrar mismunandi leiðir til að nota það.
Sem dæmi má nefna: Á leggina eftir rakstur eða vax, sem augnbrúnagel, á tásurnar, sem ‘highlighter’ á kinnbein og augnlok og sem varasalva!
Fyrir ykkur sem eruð byrjaðar að pæla í gjöf fyrir mömmu, systur eða vinkonur þá mæli ég með að kíkja á þennan pakka. Verðlaunakrem og góðir varasalvar sem koma í sætum gamaldags umbúðum.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.