PALETTE CITY DRIVE CLASSY frá YSL er dásamlega falleg augnskuggapalletta sem inniheldur fjóra liti sem fara vel saman og eru líka góðir einir og sér.
Þessi augnskuggapallettta er hluti af haustlínu YSL í ár og er að mínu mati alveg fullkominn enda er hér um gæðavöru að ræða.
Með þessari fallegu litapallettu er hægt að búa til mjög látlausa skyggingu eða jafnvel bara nota kampavíns litinn í ljómun fyrir svona náttúrulegt hversdags-lúkk en svo er hægt að byggja upp meiri dramatík með því að blanda öllum litunum saman. Tilvalið fyrir kvöldförðun eða eitthvað sparilegra tilefni. Einnig er hægt að nota dekkri litina bara í staðinn fyrir eyeliner í kringum augnlínuna og svo má nota pallettuna til að gera klassískan smokey.
Ég set hyljara á augnlokin áður en ég byrja að skyggja augnsvæðið, þá helst skyggingin betur á og áferðin verður fallegri.
Hún Anna Margrét pjattrófa og förðunarsnillingur benti mér á að byrja á ljósbrúna litnum, nota svo dekksta litinn til að skapa dýpt, kóníaks litinn til að ljóma og stækka augun með því að lita inn í augnkrókana og augnbeinið. Gráa litinn má svo nota með því að dampa honum alveg yst á augnlokið.
Á myndinni hér fyrir ofan er hægt að sjá hugmynd að skyggingu með þessari pallettu sem ég mæli heilshugar með fyrir allar þær pjattrófur sem eru að leita sér að nýrri pallettu sem má kosta ‘smá’ og er hægt að nota á hverjum degi fyrir flest tilefni. Mér þykja þessir litir mjög fallegir; kremaðir og mjúkir, 5 stjörnur af 5.
Hér er svo Youtube úttekt á allri línunni þar sem þú sérð allar vörurnar í línunni. Mjög flott.
[youtube]http://youtu.be/OT5xJhzH5_o?t=2m[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.