Ég hafði aldrei heyrt neitt um ítalska snyrtivörumerkið NEE þegar ég rakst á það á snyrtistofunni Mizu þar sem ég skrepp stundum í hverskonar ondúleringar.
Nee er hágæðamerki sem er einfalt og smekklegt í allri hönnun en litirnir og vörurnar komu mér verulega á óvart. Þetta merki er í miðlungs verðflokki, svipað og kannski MAC og gæðin engu síðri en auðvitað misjöfn eftir því hvaða vöru er um að ræða. Sum merki framleiða t.d. æðislega maskara en ekki eins góða varaliti og svo framvegis. En NEE, já… frábær maskari!
Ástæða þess að mér finnst hann frábær er að hann lengir augnhárin mjög mikið og molnar ekkert.
Hann helst á allann daginn en samt er ekkert mál að ná honum af um kvöldið, hvort sem er með einföldu aðferðinni, vatni eða augnfarðahreinsi.
Ef ég vill hafa hann þykkan og meiri fyrir kvöldförðun þá bæti ég bara fleiri umferðum á. Hann klessist samt ekki. Fullkomið.
Ég segi óhikað að þessi Deep Black Extention maskari er komin á topp 5 listann minn en þar trónir hann ásamt..
- Great Lash frá Maybelline
- Lash Queen Sexy Blacks frá Helenu Rubinstein
- HYPNÔSE línunni frá Lancome
- Le Volume frá Chanel…
Allt miklir gæðagripir á breiðu verðbili.
NEE maskarinn er seldur á þremur snyrtistofum: Mizu, Gyðjunni og Paradís og kostar eitthvað í kringum 3500 kr.
Gott verð fyrir góð gæði. Ef þú átt leið hjá þessum stöðum og vantar maskara, – ekki hika við að prófa!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.