Eight Hour kremið frá Elizabeth Arden hefur farið sigurför um heiminn síðan árið 1930 sem margnota lúxusvara frá þessu frábæra merki en fyrir jólin 2011 var sett á markað ný lína hönnuð út frá kreminu sem ber nafnið Jewel Collection.
Í línunni er meðal annars sjúklega falleg gjafasett sem inniheldur …
Eight Hour Cream Lip Protectant (varasalva),
Eight Hour Intensive Moisturizing Hand Treatment (handáburð)
og Eight Hour Jewel Skin Protectant Edition (margnota krem).
Allir hlutirnir koma í fallegum rauðum umbúðum með demantsmynstri en gjafaboxið utan um vörurnar er stór, vandaður rauður kassi úr flaueli.
Ég gaf mömmu svona kassa í fyrirfram fimmtugsafmælisgjöf á dögunum og hún er vægast sagt mjög hrifin, hefur notað vörurnar mikið og finnst þær virka vel.
Varasalvinn kemur í silfurlituðu stifti og hentar vel til daglegra nota. Hann inniheldur sólarvörn og E vítamín, græðir og veitir vörunum hámarksvernd. Svo er líka ótrúlega góð appelsínu og sítruslykt af honum.
Það mætti segja að kremið væri “deluxe” útgáfan af Eight Hour Cream. Þess má geta að það þykir ómissandi í snyrtibudduna fyrir konur, förðunarfræðinga og fyrirsætur um heim allan.
Mömmu fannst þó eini gallinn við kremið vera að það væri ekki venjulegt dagkrem á andlit en sagði þó að það virkaði mjög vel á þurra húð og ýmis vandamálasvæði. Það virkar einnig til að móta augabrúnir, vernda húðina fyrir umhverfisáhrifum, nota á olnboga, naglabönd, hné og margt margt fleira. Semsagt – Kraftaverkakrem!
Handáburðurinn er svo punkturinn yfir i-ið og algjör snilld. Hann nærir hendur, smýgur hratt inn í húðina og dregur úr merki um þurrk og öldrun. Hendur og naglabönd verða mun mýkri og að sjálfsögðu endist tilfinningin í 8 klukkustundir!
Settið sló svo sannarlega í gegn og ég get hiklaust mælt með honum fyrir konur á öllum aldri. Það er líka svo ótrúlega gaman að gefa fallegar gjafir og ég held að flestar mömmur, ömmur eða aðrar konur yrðu hæstánægðar með þennan pakka – þá sér í lagi aðdáendur Elizabeth Arden.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com