Um daginn fékk ég í hendurnar nýjung frá Yves Saint Laurent sem er að slá í gegn þessa dagana, BB krem sem heitir Top Secrets BB Cream SPF 25…
…Það er ekkert skrítið að þessi svokölluðu BB krem séu að tröllríða öllu um þessar mundir en þau jafna ekki aðeins húðlitinn heldur gera þau svo margt annað.
Þetta tiltekna BB krem frá YSL gefur raka, hylur, leiðréttir, ver húðina og undirbýr hana svo eitthvað sé nefnt. Svo hefur það 25 í sólarvörn.
Kremið er til í tvem litum, clear og medium. Ég er að nota ljósari litinn, clear. Sá litur er mjög ljós og hefur hvorki gulan eða rauðan undirtón. Liturinn er það allra besta við BB kremið að mínu mati, hann hentar vel þessari týpísku íslensku ljósu húð.
BB kremið er hægt að nota eitt og sér enda gefur það ágætis þekju en það hentar líka vel undir farða fyrir þær sem vilja mikla þekju. Þetta krem er mér ómissandi núna en það gefur húðinni ljóma og sveipar hana dúnmjúkri áferð.
BB kremið frá YSL fær fær himinháa einkunn víða á netinu, til dæmis fær það heilar fimm stjörnur af fimm á vefsíðu Sephora og það kemur mér ekki á óvart.
BB kremið frá YSL kemur í fallegri hvítri túpu með gylltum tappa, í túpunni eru 40 ml af kreminu góða. Fín fjárfesting fyrir veturinn!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.