Benefit verður sífellt vinsælla hér á landi eftir að vörur frá þeim komu í sölu í flugvélum Icelandair.
Benefit er með primer eða farðagrunn sem kallast dr.Feelgood.
Varan kemur í lítilli silfurlitaðri dós sem fer ekki mikið fyrir og í henni er svampur sem hægt er að nota til að bera hann á andlitið.
Primerinn má nota sem undirlag og einnig sem yfirlag til þess að laga misfellur og minnka glans. En hér eins og áður kemur lítið þér langt og ekki er skynsamlegt að nota of mikið af honum-sérstaklega ekki þegar hann er borinn yfir farða.
Primerinn gerir húðina mattari og fyllir upp í svitaholur sem við margar erum með til dæmis á nefinu, hökunni og enninu.
Dr. Feelgood inniheldur C og E vítamín þannig að um leið og hann er borinn á andlitið þá nærir hann það í leiðinni. Þú getur einnig notað hann sem dagkrem einan og sér þannig frískar hann andlitið upp þegar hann er borinn á það.
Húðin verður í aðahlutverki og Dr.Feelgood hjálpar svo sannarlega til við það að láta mann líta betur út. Þetta er eftirlætisvara margra förðunarfræðinga og tilvalið fyrir þær sem vilja fríska upp á sig yfir daginn.
Hér getur þú verslað Benefit vörur í Saga Shop verslun Icelandair.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig