Nýverið fékk ég í hendurnar vöru frá Estée Lauder – Double Wear Stay-in-Place Makeup með SPF 10.
Farðinn ber sannarlega nafn með réttu en hann endist virkilega vel á húðinni yfir daginn. Margir farðar hafa þann leiðinda eiginleika að hlaupa hálfpartinn í “kekki” á andlitinu, og þá sérstaklega í kringum nefið en þessi farði frá Estée Lauder heldur sér jafn yfir allann daginn.
Ég nota BB krem frá Esteé Lauder undir farðann og það gerir útkomuna enn betri en flestar viljum við að farðinn endist vel yfir daginn enda erum við allar á ferð og flugi.
Formúlan er olíulaus og kemur í mörgum litatónum svo hver og ein ætti að geta fundið þann lit sem passar fullkomlega við húðina. Farðinn gefur góðan raka og fallega áferð sem verður enn betri ef þú notar BB kremið undir og fallegt sólarpúður og ‘highlighter’ á kinnbeinin yfir.
Framleiðandinn lofar að farðinn haldi sér fallegum í 15 klukkustundir en þú getur byggt upp magnið á svæðum sem þú vilt hylja betur án þess að það virki “kökulegt” eða ónáttúrulegt. Hann stíflar heldur ekki svitaholurnar og húðin fær að anda undir en þannig helst hún hrein og falleg.
Á 12 sekúndna fresti selst eintak af þessum góða farða einhversstaðar í heiminum sem segir okkur að það eru ótal margar konur sem kjósa hann fram yfir aðra.
Best er að bera lítið magn á í senn en auka við eftir þörfum. Til dæmis er ágætt að fara tvær umferðir en nota lítið. Þannig endist farðinn betur. Flestar konur ættu að eiga tvo liti í farða, einn fyrir sumar og annann fyrir vetur, eða einn eftir að hafa notað brúnkukrem og annan fyrir hörundið þegar það er ljósara. Svo má líka blanda þeim saman ef þarf bæði í skyggingar eða til að ná fullkomnum lit. Við erum jú alltaf að breytast svolítið eftir veðri og vindum.
- Ef húðin er mjög góð er gott að bera farðann á með hreinum fingrum, annars er betra að nota bursta. Ef þú þarft virkilega að fela ör eða bólur er svampurinn besti valkosturinn.
Kynntu þér endilega þennan farða næst þegar þú átt leið um snyrtivöruverslun. Ég er að nota hann núna á hverjum degi og finnst hann mjög góður. Ég mæli einnig með að nota Idealist Even Skintone Illuminator undir farðann. Það gerir húðina ‘extra’ unglega og fallega.
Aðrir farðar sem er óhætt að mæla með eru t.d. nýr farði frá Clinique sem hylur svitaholur og farði frá Bobbi Brown sem gefur mjög fallega áferð en báðir eru olíulausir og hafa fengið mjög góð meðmæli hjá snyrtivörubloggurum.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.