Það þurfti ekki meira en glasið eitt og sér til þess að láta mig langa í DOT by Marc Jacobs. En þegar ég ég fann lyktina varð löngunin í þennann ilm bara enn meiri.
Ég hef lengi notað svarta Daisy frá Marc Jacobs og átti eftir smá rest í glasinu en ákvað svo að láta DOT eftir mér líka og hef ekki séð eftir því!
Dot er léttur og ferskur ilmur sem einkennist af rauðum berjum, jasmínu og rekavið…
Ég vissi að vísu ekki að það væri lykt af rekavið fyrr en ég fékk þetta ilmvatn en ég get lofað ykkur því að það er góð lykt!
Svo auðvitað er glasið alveg sjúklega flott og krúttlegt sem gerir það enn skemmtilegra að eiga þennan fallega og góða ilm.
Í Dot-línunni er til ilmvatn, sturtusápa og Body-lotion og auðvitað ilmar þetta allt eins unaðslega vel!
Hér talar snillingurinn um nýja uppáhaldið mitt…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=GJNRHi41QEs[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.