Dior hefur svo oft gert góða farða og Diorskin Nude BB Creme er þar engin undantekning. Einnig mæli ég með því að skoða maskarana frá þeim, hef ekki enn lent á neinum sem hefur klikkað en þeir eru margir hverjir góðir fyrir þessa þykkingu og lengingu sem sumar okkar sækjast eftir.
Ég er sem sagt að nota skemmtilega tvennu frá Dior þessa dagana, bæði bb kremið þeirra, Diorskin Nude BB Creme, og Luminous Rose Loose Powder. Þetta tvennt virkar æðislega saman og auðvitað vel líka í sitthvoru lagi enda Dior ekki þekkt fyrir annað gæði.
Það sem mér finnst gott við þetta krem er að það veitir góða þekju en á sama tíma liggur það létt á húðinni og gefur mjúka satínáferð.
Leiðrétting og ljómi
BB kremið inniheldur bæði gagnsæ ljóma litakorn og gangsæ leiðréttingar litakorn.
Þessi korn valda því að kremið aðlagast húð og húðlit þegar það hitnar á húðinni og gefur aukið líf um leið og kremið er létt þekja sem hylur vel. Einnig inniheldur kremið blómavatn, þrjár tegunir af te (hvítt og grænt), SPF 10 og hefur andoxandi og enduvekjandi eiginleika.
Diorskin Nude BB Creme fær 4.4 af 5 hjá Sephora.
“I absolutely LOVE this BB creme!! I love how light it feels on my skin, it feels like I’m not wearing any make up at all!” -Katie
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.