Dior hafa ávallt verið framarlega þegar kemur að góðum og vel virkum kremum fyrir húðina.
Augnkremið Capture Totale er algjörlega eitt af þeim lúxus kremum sem hver kona sem langar að laga svæðið umhverfis augun ætti að eiga en það vinnur gegn öldrun húðarinnar í kringum augun með ótrúlega skjótum hætti.
Kremið sléttir fínar línur í kringum augun, kemur í veg fyrir hrukkumyndun og vinnur gegn litabreytingum á húðinni sem oft vilja myndast þegar við eldumst.
Í Capture Totale er sérstök formúla sem hjálpar viðkvæmasta húðsvæði andlitsins og gerir húðina kringum augun silkimjúka, styrkir þéttleika hennar og dregur fram ljóma svo að þú virkar bæði frísklegri og unglegri.
Leyndarmálið á bak við þessa töfra er plantan Longoza sem vex aðeins á Madagaskar. Hún vinnur með húðinni þinni ásamt því að halda henni unglegri.
Þrátt fyrir að ég sé aðeins búin að nota kremið núna í viku þá sé ég strax talsverðan mun á útlitinu.
Augnsvæðið virkar frísklegra, stinnara og já hreinlega ljómar! Best er að nota kremið bæði kvölds og morgna þegar húðin er hrein.
Þetta flotta krem er sannkölluð lúxusvara sem hjálpar þér við að halda húðinni þinni bæði unglegri og frísklegri en augljós árangur ætti að sjást eftir fjórar vikur af stöðugri notkun kvölds og morgna.
Verðið á þessu flotta kremi er í hærri kantinum en þær sem vilja láta það eftir sér og eru aðdáendur DIOR kremanna eiga ekki eftir að sjá eftir því að splæsa Capture Totale á sig.
Kíkið einnig á þetta flotta myndband sem sýnir andlit línunar Evu Herzigova súpermódel.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=yNeO2U7lpqU[/youtube]
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.