Christian Dior merkið er þekkt fyrir bæði glamúr og gæði og snyrtivörurnar frá þeim geta hreinlega ekki klikkað. Eða það er amk mín reynsla.
Nú er komin ný varalitalína frá þeim sem heitir Dior Addict Extreme og eru þeir algjört æði!
Varaliturinn er með 4 lögum af vaxi sem gerir það að verkum að hann helst mun betur á en aðrir varalitir. Einnig er hann með góðri vörn sem passar vel upp á raka í vörunum. Gljáinn er líka góður og liturinn helst vel á. Sem sagt alveg fullkominn!
Um daginn fór ég út að borða og málaði mig auðvitað áður. Borðaði forrétt og aðalrétt og skaust svo inn á stelpuherbergið til að fríska upp á útlitið. Það sem kom mér á óvart var að varaliturinn var enn á!
Ég prófaði varalit númer 667 sem heitir Avenue. Liturinn er bleik-appelsínugulur, léttur og sumarlegur. Eins og áður sagði helst hann á vörunum í 4-6 klukkutíma. Hann er léttur, sem er gott þar sem að ég þoli ekki þykka varaliti og hann glansar mjög vel. Svo skemmir ekki hvað umbúðirnar eru dásamlega fallegar – svartar, silfurlitaðar og dömulegar.
Línan er með 12 dásamlegum litum svo erfitt er að velja sér eitt stykki. En ef þið eruð að leita ykkur af fallegum, endingargóðum varalit þá er Dior málið!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.