Nýju Sheabutter kremin frá L’Occitane Ultra soft Cream eru hreinn unaður í dós
Já, og það fallegri dós en kremin koma í þremur útgáfum með mismunandi lyktarefnum. Þetta eru voðalega svona gamaldags og sætar dósir sem minna aðeins á gömlu Nivea dollurnar. Maður skrúfar lokið af og tekur burt filmu sem liggur yfir kreminu því til verndar.
Ilmirnir sem komu út eru sítrónu, vanillu og rósa en ég á Rose Heart sem hefur þennan líka fína blómailm. Ekki mjög sterkan heldur er þetta svona léttur og ljúfur ilmur. Þessi lína minnir svolítið á vorið því ilmirnir eru svo léttir en það er þó nauðsynlegt að hugsa líka um innihaldið, ekki bara ilminn.
Nú hef ég notað kremið sem gert er úr Shea smjöri í rúmar þrjár vikur en sheabutter er mikið töfraefni þegar fólk á í vandræðum með þurrk í og á húðinni. Munurinn á húðinni er hreint út sagt ótrúlegur eftir að maður byrjar að nota þetta.
Eftir þrjár vikur af notkun kremsins varð húðin silkimjúk, það má nú eiginlega segja að hún hafi orðið silkimjúk strax við fyrstu notkun en ég sá virkilegan mun eftir þrjár vikur.
Kremin eru úr miklum gæðaefnum og eins og með annað frá L’Occitane þá eru þetta náttúrulegar vörur sem innihalda engin paraben efni eða aðra skaðvalda.
Ultra Soft Cream frá L’Occitane er nú orðin ein af mínum uppáhaldsvörum. Eitthvað sem ég á alltaf til og ber á mig eftir sturtu, bæði kvölds og morgna.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.