Nú er jólalínan komin í verslanir MAC og það er óhætt að segja að hún sé ‘gordjöss’…
…Pastel litir, sansering og glamúr er það sem einkennir línuna en hún heitir einmitt Glamour Daze. Þegar ég sá myndina fyrst af þessari flottu 60’s ‘barbídúkku’ hér til vinsti þá sá ég strax að þetta var lína að mínu skapi.
Nú hef ég nælt mér í nokkra hluti úr línunni, það er; varalitur í litnum Beauty, gloss í litnum Talk Softly To Me, augnlínupenna í litnum Mystery og augnskugga í lit sem heitir Evening Grey.
Ef við byrjum á uppáhaldinu mínu…varalitnum! Þessi varalitur er ljósbleikur og hefur fallega og mjúka ‘frost’ áferð…þessi litur er æði í 60’s förðun!
Þá er það glossinn sem er mjög flottur einn og sér eða yfir til dæmis Beauty varalitinn. Þessi mjúki gloss er laxableikur og gefur ágætis lit af sér. Glossin frá MAC eru alltaf klassísk.
Og augun! Græni augnlínupenninn og silfraði augnskugginn er glæsileg tvenna sem gefur flott sanserað sparilúkk en bæði eyelinerinn og augnskugginn hafa málmáferð. Augnlínupenninn græni er mjög dökkur og hentar því einstaklega vel í smokey augnförðun.
Þessi lína er svooo dásamleg og vel heppnuð að mínu mati!
_________________________________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.