Margir kannast við snyrtivörumerkið Gosh en ekki allir vita hvaðan það kemur eða hver forsaga þess er.
Það er gaman að segja frá því að GOSH er upprunalega danskt lyfjafyrirtæki sem þokaðist hægt og rólega út í framleiðslu á snyrtivörum. Fyrsta varan kom á markað 1979 en upp úr því hefur fyrirtækið verið í stöðugri sókn.
Þau hjá GOSH eru mjög fljót að tileinka sér og grípa allar nýjungar og heitustu trendin hjá stóru merkjunum. Í raun mætti þannig líta á Gosh sem H&M og Zöru snyrtivöruheimsins.
Líkt og með önnur stór snyrtivörufyrirtæki eru allar prófanir GOSH gerðar á sjálfboðaliðum en í takt við kröfur tímans eru nánast allar vörur þeirra bæði paraben og ilmefnalausar.
Við Pjattrófur höfum í gegnum tíðina margoft fjallað um vörur frá GOSH en okkur þykja til dæmis naglalökkin frá þeim alveg frábær og það sama má segja um t.d. augnskuggapalletturnar sem eru mjög fjölbreyttar og á flottu verði eins og annað í þessu skemmtilega merki.
Ó Gosh!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.