Ég kolféll fyrir Sothys Intensive Hydrating Serum síðasta haust. Það er létt, það er enga stund að fara vel inn í húðina og hefur gífurlega virkni.
Ég fann það strax á fyrstu vikunni að húðin í andlitinu á mér var orðin silkimjúk. Það fór einnig að bera minna á fínum línum í kringum augun, húðin var mjög nærð og ljómaði NO LIE! Ég er svo hrikalega ánægð með Serum-ið frá Sothys að ég ákvað að bæta við mig dagkremi og næturkremi frá þessu frábæra franska merki sem hefur framleitt húðsnyrtivörur frá árinu 1946.
Dagkremið…
…sem ég er að nota heitir Energizing Day cream það er borið á andlit og háls í byrjun dags.
Í kreminu er gingsengplanta frá Síberíu sem hefur verið kölluð eitt helsta leynivopn Rússlands. Gingsengið hefur þann eiginleika að það kemur jafnvægi á húðina og fær hana til að endurnýja sig. Eftir stutta nokun fór ég að taka eftir því að húðin virtist yngri og kremið gaf henni fallegan ljóma og ég er ekki ein um að sjá mun á húðinni minni eftir að ég fór að nota þessar vörur: Ég fann niðurstöður úr rannsókn á vegum Sothys sem greinir frá því að 80% af þeim sem prófuðu vöruna sáu mun á húðinni og fannst hún unglegri eftir daglega notkun á kreminu.
Næturkremið…
…er úr sömu línu og dagkremið, það heitir Energizing Night cream og er borið á andlit og háls fyrir nóttina.
Eiginleikar næturkremsins eru að það fær húðina til að vera í stöðugri endurnýjun yfir nóttina, bæði inniheldur það gingseng jurtina frá Síberíu og sophora blómadropa sem útrýma eiturefnum sem leggjast á húðina yfir daginn. Sophora blómadroparnir eru semsagt snilldin ein og vernda húðina fyrir eiturefnum í andrúmsloftinu með því að hjálpa henni að brjóta þau niður og eyða þeim.
Já svei mér þá, þetta er bara alltsaman að gerast á meðan ég sef vært. Ég las einnig um rannsókn sem Sothys fyrirtækið gerði í sambandi við næturkremið. Niðurstöðurnar voru ennþá betri en fyrir dagkremið góða en 89% þeirra sem prófuðu kremið fannst húðin líta út fyrir að vera minna þreytt og mun frísklegri á morgnanna.
Ég er mjög ánægð með þær vörur sem ég hef verið að nota frá Sothys, ég er með mjög viðkvæma húð og hef alltaf þurft að vera stússast í að skipta um krem um leið og kólnar eða hlýnar. Annað hvort eru kremin of feit eða ekki nóg og rakamikil, Olía eða ekki olía… Svona gæti ég haldið áfram endalaust alltaf einhver vandamál en…
Sothys vörurnar henta mér og minni húð mjög vel, ég hef verið að nota vörurnar síðan síðasta haust án þess að hafa þurft að skipta og það kalla ég frábæran árangur! Go Sothys!!
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.