Fyrr á árinu kom enn ein nýjungin á markað frá Clinique, augnkrem sem ætlað er að draga úr dökkum baugum undir augum.
Varan góða heitir því langa og virðulega nafni “Clinique Even Better Eyes Dark Corrector” og er eins og nafnið gefur til kynna úr línunni Even Better.
Augnkremið kemur í lítilli og nettri túbu með stálstaut sem bæði kælir og dregur úr bólgum undir augum. Fullkomið á morgnanna þegar þú vaknar syfjuð og þrútin. Stálið er alltaf kalt og það er mjög notalegt að strjúka kreminu undir augað með því.
Í kreminu er bæði koffín og grænt te sem hjálpar augnsvæðinu að þéttast og við það virðast baugar minni, það inniheldur jafnframt virk efni sem lýsa augnsvæðið og draga þannig úr dökkum áhrifum undir augum en með því að nota kremið tvisvar á dag í 12 vikur lofar framleiðandinn góðum árangri.
Eftir rannsóknir á netinu sýnist mér að kremið henti best konum frá 20-35 ára en það vinnur ekki mikið á öldrunareinkennum, s.s. hrukkum, fínum línum og þ.h.
Even Better Dark Eyes Dark Corrector er frekar húðvara (skincare) en förðunarvara og því skaltu nota hana sem slíka og ef þú vilt hylja meira er um að gera að nota góðan hyljara yfir augnkremið. Eitt af því besta er að þetta augnkrem frá Clinique virkar jafnframt eins og góður primer og hyljarinn eða farðinn helst því frábærlega vel á og kemur fallega út yfir kremið.
Even Better Dark Circles Eye Corrector er ofnæmisprófuð vara og hentar vel þeim sem hafa viðkvæma húð. Endilega skoðaðu þetta augnkrem sem nýjan valkost.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.