Það eru margir sem hafa þurft að kljást við bólur og erfiða húð á unglingsárunum og jafnvel á seinni árum líka. Þá er gott að kunna réttu trixin í bókinni og nota þær vörur sem eiga við hverju sinni…
…Mig langaði að fjalla stuttlega um vöruúrvalið hjá Clean & Clear þar sem ég hef séð þær vörur virka! Clean & Clear bíður upp á tvær vörulínur sem gerir viðskiptavininum kleift að velja nákvæmlega það sem hentar hans húð hvort sem hún er ‘venjuleg’ eða mjög óhrein og erfið.
Fyrir þau sem eru með bólur og fílapensla mæli ég eindregið með þeim vörum frá Clean & Clear sem koma í dökkum umbúðum.
Þessar vörur vinna á fílapenslum og öðrum óhreinindum ásamt því að fjarlægja fitu. Dökka vörulínan inniheldur meðal annars skrúbb, andlitssápu/maska og andlitsvatn en það er rétt að taka fram að vörurnar eru allar á einstaklega góðu verði!
Clean & Clear vörurnar eru bæði fyrir stráka og stelpur og í raun fyrir allan aldur en ekki bara unglinga. Sjálf nota ég rakakremið frá þeim sem heitir Dual Action Moisturiser. Kremið er einstklega létt og laust við alla feita áferð og hentar því vel undir farða. Kremið gefur einnig smá kælandi tilfinningu sem er frábært á morgnanna!
Mæli eindregið með þessum vörum og þá aðallega fyrir þá sem hafa bólur og óhreina/viðkvæma húð.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.