Chanel Teint Innocence cream compact farðinn er eitt af flaggskipum Chanel og margverðlaunaður fyrir gæðin.
Farðinn kemur í fallegu svörtu boxi og púði fylgir með. Hann er fullur af vítamínum, t.d. F, E, B5 og til að toppa það þá hefur það sólarvörn SPF10. Það er bara ekki hægt að hafa það betra.
Teint Innocence hefur oft verið kallað flugfreyjumeikið hérna á landi sökum þess hversu einfalt það er að hafa það í veskinu og vegna endingarinnar. Umbúðirnar eru svo hagkvæmar og þægilegar að lítið mál er að fríska upp á andlitið hvar og hvenær sem er.
Farðinn þekur vel, gefur sérstakann ljóma og er olíulaus svo í raun er óþarfi að nota púður. Meikið hentar samt bæði þurri húð og olíukenndri því það dregur úr olíumyndum fyrir þær sem eiga til að glansa þegar líður á daginn og passar upp á rakagildið í húðinni fyrir þær sem eru með þurra húð. Einnig endist það ótrúlega vel og helst á allan daginn. Hreinasta snilld!!
Mesta snilldin finnst mér samt að hægt er að kaupa fyllingu sem er ódýrari og umhverfisvænni.
Persónulega gef ég Chanel Teint Innocence meikinu mín bestu meðmæli, ég nota að vísu ekki púðann sem fylgir með heldur meik-up bursta (MAC 190). Burstinn þekur betur, áferðin verður fallegri og meikið endist lengur á. Hægt er að velja um 6 mismunandi liti í Teint Innocence línunni. Ég nota lit númer 30 því hann hentar mínum húðlit fullkomlega.
Ef þig langar að ‘tríta’ þig vel þá myndi ég kíkja á þetta og fá að prufa hvaða litatónn hentar þér!
Algjör snilld, fegurð og fullkomleiki í fallegu svörtu boxi!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.