Margar könnumst við við ilmina þrjá frá Chanel: Gyllta Chance (2003) með amber og krydduðum tónum í botni og blómailmi á toppi. Græna Chance Eau Fraîche (2007) sem er öllu skarpari og meiri sítrónuilmur og svo bleika Chance Eau Tendre (2010)sem er mjúkur blómailmur með ávaxtakeim, greip, hvítu muski og jasmínu.
Allt klassískir Chanel ilmir sem henta vel fyrir sumarið og hafa höfðað sterkt til yngri markhóps Chanel aðdáenda.
Nú er hægt að fá þessa góðu ilmi í frábærum “Twist and Spray” umbúðum sem er svo fínt að setja í veskið eða snyrtibudduna. Þetta kemur sér vel yfir daginn, í ræktinni eða á ferðalögum því það er ekki alltaf auðsótt að ferðast með stórt ilmvatnsglas á sér – sumar vilja jú spreyja nokkrum sinnum á dag…
Chanel voru einnig að senda frá sér líkamslínu Chance tríósins, meðal annars sturtusápu og body-lotion sem óhætt er að mæla með því húðin verður svo munúðarfull og mjúk þegar hún nýtur sín í ilmunum frá Chanel.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.