Ceramide Plump Perfect er flott lína frá Elizabeth Arden sem inniheldur meðal annars rakakrem með SPF 30 sólarvörn sem lyftir og gefur húðinni þéttari áferð.
Þetta létta andlitskrem veitir háþróaða rakagjöf sem tekur mið af náttúrulegum raka húðarinnar. Það er samsett úr svokölluðu Ceramide Triple Complex, eða þrenns konar olíu, sem líkir eftir náttúrulegu húðfitunni og gefur húðinni lyftingu og fyllingu í yfirborðslínur og hrukkur.
Mér finnst frábært að nota þetta á daginn þar sem það hefur góða sólarvörn og kemur þannig í veg fyrir öldrunaráhrif af völdum sólarinnar.
Það veitir líka einstaklega góða rakagjöf og ekki veitir mér af þar sem ég er mikið í ræktinni og fer stundum í sturtu oft á dag. Ég þarf því að passa húðina vel þar sem hún er viðkvæm en hún verður öll mýkri og þéttari og eins og hún endurnærist við að fá þennan raka og mér finnst Ceramide Plump Perfect vera fljótt að vega upp á móti þurrkinum sem svona meðferð á húðinni hefur í för með sér.
Ceramide Plump Perfect rakakrem fyrir varir er önnur vara sem ég hef prófað úr þessari línu. Það eru ótvíræð öldrunareinkenni þegar línur byrja að myndast við varirnar og allt í góðu með það. Hins vegar eru ýmis ráð til að draga úr þessum einkennum og þetta rakakrem er gott dæmi um það. Ceramide Plump Perfect fyrir varir gefur þeim fyllingu og raka auk þess sem það veitir SPF 30 sólarvörn.
Ceramide Plump Perfect fyrir varir inniheldur Maxi-Lip™ en það er viðurkennt efni sem lætur varirnar virðast fyllri og einnig Argireline, sem er öflugt fyllingarefni í hrukkur. Saman hjálpast þessi efni við að láta varirnar virðast þykkari og lóðréttu línurnar við varirnar minna áberandi.
Kremið er borið á varirnar og í kringum útlínur varanna áður en varaliturinn er settur á og munurinn er ótrúlegur! Með fullri virðingu fyrir öldrun og eðlilegum áhrifum hennar þá er ekkert leiðinlegt að vera svolítið ungleg.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.