Nivea segir í auglýsingaherferð sinni fyrir þessa andlitslínu “endurnýjaðu húðina þína innanfrá” en kremin í línunni eiga að hjálpa til að laga húðina innanfrá þannig að hún verði fallegri að utan.
Dag og næturkremin skella sér á frumurnar undir efsta lagi húðarinna og virku efnin í því vinna þar sína vinnu. Dagkremið inniheldur SPF 15 sem er frábær kostur og verndar húðina þó þú sért bara með kremið og engan farða.
Næturkremið sér til þess að þér líði vel þegar þú sefur og vinnur á hinum ýmsu erfiðu svæðum á meðan þú ert sofandi og þú getur farið áhyggjulaus að sofa vitandi það að kremið er að vinna á húðvandamálunum.
Serumið í línunni er að fá góða dóma, þú berð serumið á andlitið áður en þú setur dagkremið á, það er létt , ekki feitt og áferðin á því er kremuð, ilmurinn af Seruminu er ekki mikill og þér líður ekki eins og þú sért með grímu þrátt fyrir að hafa sett á þig Serum og andlitskrem.
Augnkremið í þessari línu er einnig vinsælt og gott er að hafa í huga að augnsvæðið er mun viðkvæmara en önnur svæði á andlitinu og mundu þegar þú setur á þig dagkrem að maka því ekki í kringum augun heldur hafa sérstakt augnkrem við höndina sem er sérhannað með húðina í kringum augun í huga.
Tengdamóðir mín sem er talsvert eldri en ég prófaði alla línuna og segist hafa fundið mjög mikinn mun á húðinni í andlitinu. Henni fannst kremið einnig byrja strax að virka og gaf seruminu góða dóma sem og augnkreminu.
“Kremið gefur góðan raka og er mjög drjúgt, ég fann greinilegan mun á mér mjög fljótlega eftir að ég byrjaði að nota þetta og get hiklaust mælt með þessari línu,” sagði hún þegar ég spurði hana út í þetta
… og látum það vera síðustu orðin í þessari umfjöllun um Cellular Anti Age frá þýska ofurfyrirtækinu NIVEA.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig