Ég er mikið fyrir BB-kremið frá L’Occitane og nú CC-kremið síðan í sumar.
Í lýsingu framleiðanda kemur fram:
“Frá fyrstu notkun virðist húðin umbreytt, lýtalaus. Húðin endurkastar birtu betur. Yfirbragðið er jafnara, ferskara, bjartara, sléttara. Húðin ljómar af fegurð.”
Þar sem ég er dyggur stuðningsmaður “Less is MORE” ákvað ég að prófa og varð ekki fyrir vonbriðgum.
Í fyrsta lagi vegna þess að þekjan er svo létt og rakagefandi, í öðru lagi vegna þess hve auðvelt er að þrífa það af og í þriðja lagi ljóminn sem það gefur húðinni. Svo verður hún einhvernveginn mikið sléttari og fær fallegri áferð!
Líka hægt að nota sem primer
CC-kremið er úr Pivoine Sublime línunni. Uppistaða þeirrar línu er hin flauelismjúka bóndarós. Kremið er því flauelismjúkt og rakagefandi. Þá inniheldur það einnig sólarvörn SPF 20 sem er að mínu mati nauðsynlegur eiginleiki í öllum kremum.
Kremið er hægt að nota sem farðagrunn sem sléttir og gefur ljóma eða eitt og sér fyrir náttúrulegt förðunarútlit. Mér finnst gott að kynna mér þær snyrtivörur sem ég nota. Ég rakst á próf sem gert var á kreminu, klíníska rannsókn á 33 konum. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:
Samstundis: Fullkomnunar virkni
- Yfirbragð verður jafnara -> 35 % aukning
- Húðin virðist sléttari -> 26 % aukning
Eftir 4 vikur: Húðumhirðu virkni
- Yfirbragð er ljómandi -> 49 % aukning
- Ójöfnur virðast hafa minnkað um 28 %
Ferskt og bjart yfirbragð, samstundis ljómavirkni og yndislegur bóndarósarilmur (5 / 5)
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.