Carine Roitfeld, fyrrum ritstjóri franska Vogue hefur nú sett saman glæsilega snyrtivörulínu í samvinnu við MAC…
…Línan lýsir Carine Roitfeld vel og er algjörlega í hennar anda en hún er þekkt fyrir þykkar augabrúnir, dökk augu og ‘nude’ varir. Línan er því full af dökkum augnskuggum en hún hefur einnig að geyma dökkan augnlínupenna, augnbrúnalit og ljósan varalit…svo inniheldur hún líka skemmtilega stjörnu-stensla!
HÉR má sjá myndband af Roitfeld tala um línuna sína en taktu eftir litlu stjörnunni undir auganu sem er að sjálfsögðu framkölluð með þessum stensli sem hún hannaði.
Þetta er mjög vel heppnuð lína að mínu mati og kemur líka í svo flottum umbúðum! Partur af línunni kemur í takmörkuðu upplagi en annað verður fáanlegt áfram í MAC.
Þessa línu er ég sko spennt að skoða og prófa!
___________________________________________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.