Nýr Yves Saint Laurent maskari er kominn í búðir. Hann heitir Mascara Volume Effet Faux Cils BABYDOLL og sú sem kynnir hann er engin önnur en hin eftirsótta fyrirsæta Cara Delevingne.
Þetta er verulega góður maskari sem þykkir meira með hverri stroku og þannig geturðu sjálf algjörlega stjórnað því hvað hann er dramatískur. Til dæmis er þá gott að nota mikið af honum fyrir kvöldförðun en bara aðeins færri fyrir hversdaginn.
Um leið færðu opnara augnsvæði og augnhárin virðast margfölduð. Hann er með plasthárabursta og endist verulega lengi án þess að brotna af eða molna niður á kinnarnar en er mjög fastur á.
Þú færð þennan í fjórum litum svörtum– brúnum – bláum og fjólubláum
Yves Saint Laurent hefur alveg frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið haft gríðarleg áhrif á tískuheiminn.
Hann sat sjálfur nakinn fyrir í auglýsingarherferð árið 1971 og í auglýsingunni fyrir nýja maskarann Volume Effet Faux Cils BABYDOLL er hann að líkja eftir auglýsingu síðan 1975. Sú auglýsing, sem var mynduð af “pornóprinsinum” Helmut Newton, hneykslaði mikið á sínum tíma en heykslar auglýsingin síðan 1975 í dag? Varla.
Okkur finnst vinkonurnar bara huggulegar á myndinni enda allir orðnir vanir því að fólk sé gay, trans eða hvernig sem það er eða vill vera.
Ég hef sjálf notað þennan maskara að undanförnu og get auðveldlega mælt með honum. Það er alveg hægt að stóla á hann eins og flest frá þessu merki en sérstaklega mæli ég með meikum frá þeim sem eru algjörlega þess virði að prófa.
Hér fyrir neðan sérðu myndband og gömlu auglýsinguna frá 1975 og svo Cöru með vinkonu sinni á þessu herrans ári sem nú fer brátt að klárast.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=pZZdhxT5Hok#t=21[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.