Yves Saint Laurent er eitt af þessum lúxusmerkjum öllum finnst gaman að eiga vörur frá.
Merkið klikkar sjaldan og nú hafa þau komið með nýja byltingakennda uppfinningu.
Sú ber nafnið Vernis Á Lévres Glossy Stain, en það er varalitur í glossformi. Guðrún pjattpenni skrifaði um hann á dögunum þar sem hún lýsti honum sem hinum fullkomna varalit.
Undirrituð fékk að prófa og liturinn sem varð fyrir valinu er númer 19 og heitir Beige Aquarelle en hann er ljós pastelbleikur.
Þar sem pastellitir verða áberandi með vorinu verður þessi mikið notaður, ásamt flottum kisueyeliner í Sophia Lauren stíl – Og þess má geta að ég elska pastel!
Varaliturinn kemur í handhægum stílhreinum umbúðum með flötum bursta og auðvelt er að setja hann á varirnar með mikilli nákvæmni. Maður stjórnar einnig þekjunni; fyrsta umferð veitir léttan lit og gljáa en um leið og 2-3 umferðir eru komnar þekur liturinn fullkomlega.
Hann endist alveg einstaklega vel og gefur hámarksgljáa í langann tíma. Svo þurrkar hann ekki upp varirnar eins og margir hefðbundnir varalitir þannig að hver sem er getur notað hann.
Þessi tegund inniheldur engin skaðleg efni eins og Paraben.
Það er algjörlega þess virði að splæsa þessari vöru á sig með smá lúxusfíling í huga og ekki er verra ef það er flottur pastellitur.
Prófaðu bara sjálf!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com