Fyrir nokkrum mánuðum var Burt’s Bees merkið kynnt til sögunnar hér á íslenskum markaði en saga Burt’s Bees hófst fyrir 25 árum þegar býflugnabóndinn Burt Shavitz hitti listamanninn Roxanne Quimby…
…Hún var að húkka sér far til Main í Bandaríkjunum þegar Burt bauð henni far og innblásinn af sögum Burt’s um býflugnarækt og eiginleika bývaxins varð að hún dvaldist hjá Burt og saman hófu þau framleiðslu á kertum úr bývaxi.
Þetta var byrjunin á vörumerki sem í dag er leiðandi í framleiðslu á náttúrulegum snyrtivörum í Bandaríkjunum. Full af áhuga og sannfæringu um gæði, kraft og einstaka eiginleika afurða býflugnanna hófu Burt og Roxanne framleiðslu á snyrtivörum úr náttúrulegum innihaldsefnum og síðan hefur framleiðslan aðeins vaxið og undið upp á sig.
Frá framleiðslu fyrsta varasalvans til marg verðlaunaðra snyrtivara býður Burt’s Bees upp á fjölbreytta snyrtivörulínu sem ekki aðeins veitir frábæra líðan heldur er hún einnig bæði húð- og umhverfisvæn og örugg fyrir flesta sem hafa viðkvæma húð eða kjósa að nota náttúrulegar vörur.
Burt’s Bees, sem var stofnað árið 1984, er vistvænt fyrirtæki sem framleiðir náttúrulegar heilsuvörur og gerir þér kleift að hámarka vellíðan og taka jafnframt tillit til umhverfisins.
Í upphafi var fyrirtækið lítið og seldi aðeins kerti úr býflugnavaxi, en nú teygir það starfsemi sína um allan heim og framleiðir meira en 150 náttúrulegar heilsuvörur. Sýnt hefur verið fram á að þessi mildu efni hreinsa viðkvæma húð og auka rakastig hennar án þess að valda roða eða ertingu um leið og útlit og áferð húðarinnar heldur náttúrulegri fegurð sinni.
Þetta er skemmtilegur valkostur í flóru náttúrulegra snyrtivara sem óhætt er að mæla með.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.