Burt’s Bees vörurnar eru að ryðja sér til rúms á íslenskum markaði en merkið hefur árum saman verið vinsælasta náttúrulínan í Bandaríkjunum.
Vörurnar innihalda engin þeirra efna sem talist geta slæm fyrir húðina. Þá er m.a. átt við steinefnaolíur, paraben og sitthvað fleira í þeim dúr. Þær eru sambærilegar við t.d. Lavera eða Veleda vörurnar sem hafa verið á markaði hérlendis en vöruúrvalið er umtalsvert fjölbreyttara.
Undanfarið hef ég verið að nota virkilega góðan hreinsi frá Burt’s Bees. Hann inniheldur m.a. kamillu, sólhatt, kókossmjör og sápubörk og tilfinningin sem hann skilur eftir sig er sú að húðin sé alveg tandur hrein!
Þessi andlitshreinsir er einstaklega ferskur og svolítið sérstakur.
Ég gæti vel trúað því að hann sé ávanabindandi fyrir þau sem kunna að meta hann því þessi ferskleikatilfinning sem hann skilur eftir sig er alveg einstök.
Réttu nafni heitir vara Burt’s Bees Soap Bark & Camomile DEEP CLEANSING CREAM og þú notar hana líkt og sápu. Berð á blautt andlit ýmist með fingrum eða þvottapoka og skolar svo vel af. Forðist að nota á augun og ekki á börn yngri en 3 ára.
Þú færð Burt’s Bees vörur í t.d. Lyf og Heilsu í Kringlunni!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.