Alveg hreint elska ég ilmvötnin frá Burberry og hjarta mitt tók nokkur aukaslög þegar ég sá nýjasta ilmvatnið frá þeim – Burberry Brit Rhythm
Ég hreinlega varð að finna ilminn svo ég rauk inn í næstu snyrtivörubúð og fékk að prófa.
Ekki varð ég fyrir vonbrigðum, enda átti ég nú ekki von á því. Ilmurinn er dásemd í fallegu glasi, léttur, kvenlegur og með smá dassi af dulúð.
Aðal uppistaðan í ilminum er enskur Lavender, Bleikur pipar, Neroli, Musk og brómberja laufblöð. Sem gera ilminn ótrúlega fínlegan en þó á sama tíma örlítið kryddaðan.
Breska módelið Suki Waterhouse er andlit línunnar fyrir Burberry í ár og fer hún ansi vel með það hlutverk.
Kíkjum aðeins á þetta sjóðheita myndband með Suki og Georg Barnett sem er andlit herra línunnar
__________________________________________________________________________
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=BTztGR3MP4Q[/youtube]
Klárlega einn af þeim betri ilmum sem komið hafa á þessu ári! Kvenlegur, seiðandi, dularfullur og smart. Hann fær fullt hús stiga frá mér!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.